Guardiola ánægður

Pep Guardiola.
Pep Guardiola. AFP

Pep Guardiola, þjálfari þýska stórliðsins Bayern München, segist ánægður að bíða til loka tímabilsins með að ræða við forráðamenn félagsins um framlengingu á samningi sínum. Samningur Guardiola við þýska meistaraliðið rennur út í júní á næsta ári en hann tók við liði Bayern í júní 2013 og undir hans stjórn varð liðið bæði meistari og bikarmeistari á fyrsta tímabili hans. Lærisveinar Guardiola sigla hraðbyri að enn einum titlinum en þeir eru með 11 stiga forskot á toppi deildarinnar.

„Við höfum alveg tíma til að ræða um nýjan samning eftir tímabilið. Það var mikil áskorun fyrir mig að koma til starfa hjá Bayern. Ég hef átt frábæran tíma og draumur minn rættist að verða þjálfari liðsins,“ segir Spánverjinn sem vann 14 titla sem þjálfari Barcelona á árunum 2008 til 2012.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert