Garðar skoraði og klúðraði víti

Garðar Gunnlaugsson í leiknum í kvöld.
Garðar Gunnlaugsson í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason.

Skagamenn unnu í kvöld góðan sigur á Þórsurum í Boganum á Akureyri í kvöld 2:1 í Lengjubikar karla í knattspyrnu í fjörugum leik þar sem rautt spjald fór á loft og vítaspyrna geigaði.

Markaskorarinn mikli Garðar Gunnlaugsson kom Skagamönnum yfir á 24. mínútu, 1:0 og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Þórsarinn Tryggvi Þór Logason fékk að líta rauða spjaldið á 60. mínútu og vítaspyrna var dæmd í kjölfarið en vítabaninn Sándor Matus varði spyrnuna sem Garðar Gunnlaugsson tók.

Arnar Már Guðjónsson bætti öðru marki Skagamanna við  á 62 mínútu en Þórsarar gáfust hins vegar ekki upp við mótlætið.

Þórsarinn sterki Jóhann Helgi Hannesson minnkaði muninn á 73. mínútu en lengra komst heimamenn þó ekki.

Skagamenn hafa nú 9 stig í toppsæti riðils 3. 

Staðan í riðli 2: ÍA 9, Keflavík 6, Valur 4, Fjarðabyggð 3, Þór 3, Stjarnan 1, Grindavík 0, Haukar 0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert