Ribéry íhugar þýskan ríkisborgararétt

Franck Ribéry líður vel í Þýskalandi og er hér á …
Franck Ribéry líður vel í Þýskalandi og er hér á Októberfest í München. AFP

Franski sóknarmaðurinn Franck Ribéry leikmaður Bayern München segist vilja ljúka ferlinum hjá liðinu og íhugar jafnvel að taka upp þýskan ríkisborgararétt.

Ribéry vann Meistaradeildina með Bayern árið 2013 ásamt því að hafa unnið bæði þýsku deildina og bikarinn fjórum sinnnum en hann hefur spilað með liðinu frá árinu 2007.

„Ég get vel hugsað mér að dvelja í München eftir að ferli mínum lýkur. Ég á flott hús, mér líður vel hérna og líkar við hugarfar fólksin,“ sagði Ribéry.

„Börnunum mínum gengur vel í skóla og þau eiga þýska vini. Sonur minn Saif fæddist hérna og hann mun jafnvel einn daginn spila fyrir Þýskaland.  Elsta dóttir mín Hizya gerir alltaf grín að þýskunni minni og ég hlæ með henni. Ég lærði tungumálið ekki í skóla heldur í daglegu lífi í samskiptum við fólk,“ sagði Ribéry en hann er einn af fáum erlendum leikmönnum Bayern sem fer í viðtöl á þýsku eftir leiki og er sagður vera trúðurinn í klefanum hjá liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert