Sprengja fannst við heimavöll Dortmund

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Rýma þurfti heimavöll Dortmund, Westfalen Stadion og allt æfingasvæði félagsins í dag vegna sprengju sem fannst þar í nágrenninu. Sprengjan var 227 kíló að þyngd og er úr síðari heimsstyrjöldinni en hún fannst á loftmyndum vestan við völlinn.

Sprengjan fannst aðeins nokkrum klukkustundum áður en knattspyrnustjóri félagsins Jürgen Klopp ætlaði að halda blaðamannafund á svæðinu fyrir komandi leik liðsins gegn Schalke í þýsku A-deildinni um helgina. Sprengjan er sögð eiga breskan uppruna.

„Ekki er vitað hversu lengi svæðið verður girt af,“ sagði í stuttri yfirlýsingu frá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert