Guðlaugur Victor innsiglaði sigurinn

Guðlaugur Victor Pálsson skoraði fyrir Helsingborg í dag.
Guðlaugur Victor Pálsson skoraði fyrir Helsingborg í dag. mbl.is/Golli

Guðlaugur Victor Pálsson var á skotskónum þegar Helsingborg sigraði Västerås, 4:0, í sænsku bikarkeppninni í knattspyrnu á útivelli í dag. Guðlaugur Victor skoraði fjórða og síðasta mark Helsingborgar á 65. mínútu, en staðan var 1:0 í hálfleik.

Þá unnu Íslendingaliðin Norrköping, lið Arnórs Ingva Traustasonar og Örebro, lið Hjartar Loga Valgarðssonar og Eiðurs Arons Sigurbjörnssonar einnig sigra. Norrköping vann 2:0 heimasigur á Ängelholm og Örebro vann 1:0 útisigur á Dalkurd.

Þegar komið er í 32ja liða úrslit sænsku bikarkeppninnar er spilað í átta fjögurra liða riðlum, þar sem sigurliðin eftir einfalda umferð komast í átta liða úrslit.

Helsingborg spilaði í dag sinn fyrsta leik og er í baráttu við Halmstad um sæti í átta liða úrslitum. Norrköping stendur vel að vígi í sínum riðli eftir tvo sigra en á væntanlega fyrir höndum hreinan úrslitaleik við Djurgården. Örebro er með 4 stig eftir tvo leiki og mætir Gefle í hreinum úrslitaleik, þar sem Gefle nægir jafntefli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert