Figo vill opnar kappræður við Blatter

Luis Figo hefur sterkar skoðanir og vill fá allt upp …
Luis Figo hefur sterkar skoðanir og vill fá allt upp á borð. EPA

Portúgalinn Luís Figo, sem hyggst bjóða sig fram til forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, tekur vel í hugmyndir stjórnarformanns enska knattspyrnusambandsins, Gregs Dykes, um að halda opnar kappræður fyrir alla framframbjóðendur á Wembley fyrir kosningarnar sem fram fara í maí.

„Knattspyrna er elskuð og dáð út um allan heim og við skuldum stuðningsmönnum íþróttarinnar að hafa opnar og heiðarlegar umræður um framtíð FIFA sem alþjóðlegrar stjórnunarstofnunar íþróttarinnar,“ sagði Figo.

„Ég styð þær hugmyndir fyllilega að fá opnar kappræður milli frambjóðenda sem BBC og Sky bjóðast til að sýna. Til að að þetta verði að veruleika tel ég að allir frambjóðendur þurfi að taka þátt og ég mun leita til útsendingaraðilanna til að fá það staðfest frá frábjóðendum,“ sagði Figo.

„Það er mikilægt að FIFA taki nýja stefnu sem og að knattspyrnusamfélagið, þar á meðal almenningur og stuðningsmenn, viti hvað allir fjórir forsetaframbjóðendur ætla að gera í framtíðinni,“ sagði Figo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert