Atvinnumenn dæma í Danmörku

Rúrik Gíslason og félagar í FC Kobenhavn munu fá atvinnumenn …
Rúrik Gíslason og félagar í FC Kobenhavn munu fá atvinnumenn til hálfs að dæma. AFP

Atvinnudómarar munu frá og með næsta tímabili dæma í dönsku úrvalsdeildinni næstu þrjú árin. Danska knattspyrnusambandið, samtök knattspyrnudeilda þar í landi ásamt dönsku dómarasamtökunum sömdu í gær um að hafa dómara í hálfri vinnu næstu þrjú árin og er um tilraunaverkefni að ræða.

„Við höfum rætt um það hvernig við getum lyft dómarastéttinni upp á hærra plan. Það mun vonandi gerast með þessu, að dómararnir fái meiri tíma og fái fleiri leiki að dæma,“ sagði Claus Thomsen formaður knattspyrnudeilda við TV2.

Spurningin um atvinnudómara hefur borið á góma í mörg ár en hefur af margvíslegum ástæðum aldrei verið svarað. Meðal annars vegna þess að félögin vildu ekki standa undir þessum aukaútgjöldum ásamt því að hluti af dómurum voru ekki tilbúnir til að leggja dómarastörfin alfarið fyrir sig eða missa úr annari vinnu.

Ekki hefur verið ákveðið hverjr þetta verða en það mun verða rætt á næstunni. Gangi þetta vel munu fleiri dómarar verða atvinnumenn í faginu á næstu árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert