María Þóris valin í norska landsliðið

María Þórisdóttir í leik með Klepp í norsku úrvalsdeildinni.
María Þórisdóttir í leik með Klepp í norsku úrvalsdeildinni.

Knattspyrnukonan María Þórisdóttir hefur verið valin í norska A-landsliðið í fyrsta sinn og verður með því í Algarve-bikarnum þar sem Noregur mætir meðal annars Íslandi á föstudag.

María, sem leikur undir stjórn Jóns Páls Pálmasonar hjá Klepp í Noregi, sagðist við Morgunblaðið á dögunum ekki útiloka að leika fyrir A-landslið Íslands í framtíðinni, þrátt fyrir að hafa alltaf búið í Noregi. Ekki er víst að leikir í Algarve-bikarnum komi í veg fyrir að hún geti spilað fyrir Ísland síðar. Reglur FIFA kveða þó á um að ef leikmaður leiki í aðal- eða undankeppni stórmóts með einu A-landsliði geti hann ekki leikið síðar með öðru.

María, sem er dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handknattleik, hefur síðustu daga verið með U23-landsliði Noregs á móti á La Manga á Spáni. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert