Stuðningsmenn Real sektaðir fyrir bílaárásir

Gareth Bale teygir sig í boltannn.
Gareth Bale teygir sig í boltannn. AFP

Búið er að sekta þrjá stuðningsmenn Real Madrid fyrir að ráðast að bifreið velska sóknarmannsins Gareth Bale eftir tapið gegn Barcelona um síðustu helgi.

Á myndskeiðinu hér að neðan sjást stuðningsmennirnir ráðast að Bentley-bifreið kappans og hreyta þeir einnig í hann ókvæðisorðum.

Einnig varð þjálfari liðsins, Carlo Ancelotti fyrir aðkasti „stuðningsmannana“ ásamt framherja liðsins, Jesé Rodríguez.

Búið er að bera kennsl á að minnsta kosti einn þremenninganna og bíður hans sex mánaða bann frá heimavelli Madrídarliðsins, Santiago Bernabeu ásamt sekt.

Real Madrid er fjórum stigum á eftir erkifjendunum í Barcelona þegar 10 leikir eru eftir í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert