Eiður fjórði elsti markaskorarinn

Eiður Smári í baráttunni í Astana í dag.
Eiður Smári í baráttunni í Astana í dag. AFP

Eiður Smári Guðjohnsen er fjórði elsti markaskorarinn í undankeppni Evrópumótsins frá upphafi en Eiður verður 37 ára gamall síðar á þessu ári.

Þeir þrír sem voru eldri en Eiður þegar þeir skoruðu í undankeppninni voru Finninn Jari Litmanen, Englendingurinn John Aldridge og Búlgarinn Krasimir Balakov.

Þetta var jafnframt fyrsta landsliðsmark Eiðs frá því 5. september 2009 þegar Ísland gerði 1:1 jafntefli við Noreg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert