María í þriðja sæti á norska meistaramótinu

María Guðmundsdóttir á fleygiferð á landsmótinu um síðustu helgi.
María Guðmundsdóttir á fleygiferð á landsmótinu um síðustu helgi. Ljósmynd/Einar Þór Bjarnason

Þessa dagana fer fram norska meistaramótið í alpagreinum en það er í haldið í Hemsedal. Í dag náði María Guðmundsdóttir þeim frábæra árangri að ná þriðja sæti í sviginu á landsmóti þeirra Norðmanna.

María fékk 26.73 FIS punkta, en það eru hennar næst bestu punkta á ferlinum. Hún mun því lækka vel á næsta heimslista en hún gerði sitt besta mót á dögunum á Skíðamóti Íslands. Helga María Vilhjálmsdóttir endaði í 10.sæti og Erla Ásgeirsdóttir endaði í því 13. sæti.

Úrslit úr sviginu
1. Nina Loeseth
2. Tuva Norbye
3. María Guðmundsdóttir
10. Helga María Vilhjálmsdóttir
13. Erla Ásgeirsdóttir

Á fimmtudaginn fór fram tvíkeppni en þar er farin ein risasvigsferð og ein svigferð. Helga María Vilhjálmsdóttir tók þátt þar og endaði í 15.sæti, fyrir árangurinn fékk hún 80.86 FIS punkta. Það er góð bæting en hún er með 107.36 FIS punkta á lista í tvíkeppni. isasvigsferðin í tvíkeppninni gildir einnig til FIS punkta og þar fékk Helga María 46.30 FIS punkta sem er einnig góð bæting, en á lista er hún með 84.43 FIS punkta.

Í gær fór svo fram risasvig á norska meistaramótinu, Helga María og Auður Brynja tóku þátt en náðu hvorug að ljúka keppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert