Heimsmeistararnir unnu þægilegan sigur

Thomas Muller skoraði fyrir Þjóðverja í kvöld.
Thomas Muller skoraði fyrir Þjóðverja í kvöld. AFP

Fimm leikir í undankeppni Evrópumótsins 2016 í knattspyrnu voru flautaðir til leiksloka rétt í þessu. Heimsmeistararnir í Þýskalandi sóttu þrjú stig til Georgíu og komust þar með upp að hlið Póllands, sem vermir toppsæti D-riðils.

Í sama riðli áttu Skotar ekki í vandræðum með Gíbraltar á heimavelli sínum og sigruðu 6-1. Skotar eru því komnir með tíu stig, rétt eins og Þjóðverjar og Pólland. Gíbraltar vermir botnsæti riðilsins, án stiga.

Færeyingar töpuðu 1-0 fyrir Rúmeníu á útivelli í F-riðli. Færeyingar eru í fimmta sæti með þrjú stig en þeir sigruðu Grikki á útivelli í nóvember í fyrra, eins og frægt er orðið. Rúmenar eru efstir með 13 stig.

Þrír leikir hefjast klukkan 18.45. Írar taka á móti Póllandi, Ungverjaland leikur gegn Grikklandi og þá fer Cristiano Ronaldo fyrir liði Portúgals sem mætir Serbíu á heimavelli Benfica í Lisbon.

Úrslit dagsins

Georgía - Þýskaland 0:2
(39. Marco Reus, 44. Thomas Muller)

Skotland - Gíbraltar 6:1
(18. Maloney, víti, 29. Fletcher, 34. Maloney, víti, 39. Naismith, 77. Fletcher, 90. Fletcher - 20. Casciaro)

N-Írland - Finnland 2:1
(33. Lafferty, 38. Lafferty - 90. Sadik)

Rúmenía - Færeyjar 1:0
(21. Keseru)

Albanía - Armenía 2:1
(77. Mavraj, 81. Gashi - 4. Movsisyan)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert