Kaká kom til bjargar

Kaká í leik með Orlando City.
Kaká í leik með Orlando City. AFP

Brasilíumaðurinn Kaká heldur áfram að setja mark sitt á MLS-deildina í Bandaríkjunum. Lið hans, Orlando City, gerði 2:2-jafntefli á útivelli gegn Montreal Impact í nótt. Heimamenn komust í 2:0 eftir tæplega hálftíma leik en þá tók Kaká til sinna ráða. Þremur mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Pedro Ribeiro, samlanda sinn, og mínútu síðar jafnaði Kaká sjálfur leikinn.

Kaká gekk í raðir Orlando City, sem tekur þátt í fyrsta skipti í MLS-deildinni á þessu keppnistímabili, í fyrra eftir farsælan feril í Evrópuboltanum. Hann hefur nú skorað tvö mörk í fjórum leikjum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert