Bale stingur alla af með boltann

Gareth Bale var á skotskónu með Wales gegn Ísrael í …
Gareth Bale var á skotskónu með Wales gegn Ísrael í undankeppni EM um helgina. AFP

Gareth Bale, Walesbúinn hjá Real Madrid, er fljótasti knattspyrnumaður heims þegar kemur að því að hlaupa með boltann á fullri ferð. Þetta er niðurstaðan í mælingum sem mexíkóska félagið Pachuca hefur staðið fyrir og fengið viðurkenndar hjá FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandinu.

Bestu knattspyrnumenn heims, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi mega sætta sig við fimmta og sjöunda sætið á þessum lista og þrír Englendingar eru á meðal þeirra átta fljótustu.

Áhugi Pachuca-manna á þessu er væntanlega tengdur því að þeir eiga mikla „rakettu“ í sínum röðum en það er hinn þýskættaði 22 ára gamli Mexíkói, Jürgen Damm, sem er sá næstfljótasti en hann er kantmaður í liðinu og lék á dögunum sinn fyrsta A-landsleik fyrir Mexíkó.

Þetta eru fljótustu fótboltamennirnir með boltann á tánum, tölurnar eru hraði þeirra í kílómetrum á klukkustund:

1. Gareth Bale, Wales og Real Madrid - 36,9 
2. Jürgen Damm, Mexíkó og Pachuca - 35,23
3. Antonio Valencia, Ekvador og Man.Utd - 35,1
4. Aaron Lennon, England og Everton - 33,8
5. Cristiano Ronaldo, Portúgal og Real Madrid - 33,6
6. Theo Walcott, England og Arsenal - 32,7
7. Lionel Messi, Argentína og Barcelona - 32,5
8. Wayne Rooney, England og Man.Utd - 31,2
9. Frank Ribéry, Frakkland og Bayern - 30,8
10. Sergio Ramos, Spánn og Real Madrid - 30,6

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert