Gerir hvað sem er til að halda Benítez

Rafael Benítez.
Rafael Benítez. AFP

Spænski knattspyrnustjórinn Rafael Benítez sem stýrir Napoli á Ítalíu er afar vinsæll hjá félaginu og að sögn Sky Sports í gær hefur honum verið boðið þriggja ára samningur. Franski miðvörðurinn Kalidou Koulibaly hjá Napoli er það hrifinn af Benítez að hann segist ætla að gera allt sem í valdi hans stendur til þess að halda Spánverjanum hjá félaginu. 

„Nýi samningurinn hjá Benítez er persónulegs eðlis. En að vita ekki hvort hann haldi áfram íþyngir okkur ekki,“ sagði Koulibaly og hélt áfram.

„Það sem ég á við er að ég myndi gera hvað sem er til að halda Benítez en frammistaða okkar veltur ekki á því hvort hann verði áfram hjá Napoli eða ekki,“ sagði Koulibaly.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert