Það kemur enginn í stað Viðars Arnar

Viðar Örn Kjartansson fagnaði 25 mörkum með Vålerenga og varð …
Viðar Örn Kjartansson fagnaði 25 mörkum með Vålerenga og varð markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Ljósmynd/vif-fotball.no

Viðar Örn Kjartansson átti stórkostlega leiktíð með Vålerenga í efstu deild norska fótboltans í fyrra og nú þegar skammt er í fyrsta leik eru menn þegar farnir að íhuga hvernig liði hans muni vegna án hans.

„Þau 25 mörk sem Viðar Örn Kjartansson skoraði á síðustu leiktíð er nánast ómögulegt að bæta upp. Landa hans, Elíasi (Erni) Ómarssyni er heldur ekki ætlað sama hlutverk. Þessi 21 árs gamli kantmaður hefur mikinn hraða og góða boltameðferð,“ segir í umfjöllun BT.no um Vålerenga en blaðið spáir liðinu 5. sætinu.

Norska deildin hefst þann 6. mars og ljóst að Elíasi Má Ómarssyni og félögum í Vålerenga bíður ærið verkefni að fylla í skarð Viðars Arnar sem var hreint út sagt óstöðvandi í deildinni í fyrra. Elías gekk í raðir Vålrenga snemma á þessu ári og hefur fengið að spila þónokkuð á undirbúningstímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert