Íslendingarnir hjá Nordsjælland flippa (myndskeið)

Guðmundur kynnir keppendur.
Guðmundur kynnir keppendur. Mynd/Skjáskot úr myndbandinu af Nordsjælland TV.

Guðmund­ur Þór­ar­ins­son brá á leik ásamt íslenskum liðsfélögum sínum í danska úrvalsdeildarfélaginu FC Nordsjælland en liðið þjálfar Ólafur Kristjánsson. Strákarnir reyndu við hið hina svokölluðu „crossbar challenge“ þar sem menn reyna að hitta boltanum langt utan af velli í þverslána.

Það var Guðmundur sem stýrði áskorununinni en með honum voru þeir Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður og Adam Örn Arnarsson. Guðjón Baldvinsson sem einnig leikur með liðinu var hvergi sjáanlegur en Uffe Bech, leikmaður liðsins var einnig löglegur í þessari alíslensku áskorun þar sem hann er raun 1/8 Íslendingunr ef marka má upplýsingarnar í myndskeiðinu.

Skemmtilegt uppátæki:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert