Svona aðferðir voru notaðar árið 1970

Rafael Benítez.
Rafael Benítez. AFP

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Napoli, er ósáttur með forseta félagsins sem refsaði leikmannahópnum vegna þess að liðið féll úr leik í bikarkeppninni á Ítalíu gegn Lazio á dögunum.

Aurelio De Laurentiis forseti félagsins skipaði leikmönnunm að fara í sérstakar æfingabúðir og vildi nota það sem refsingu.

„Svona aðferðir voru notaðar árið 1970. Ég er ekki á móti æfingabúðum í sjálfu sér, heldur að nota þær sem refsingu. Það hefur engin áhrif nema þau að pirra leikmenn,“ sagði Benítez og segir hann dæmin sanna að liðið komist vel af án slíkra aðferða en liðið varð bikarmeistari í fyrra.

Napoli komst í gærkvöld í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir að hafa slegið Wolfsburg út, 6:3 samanlagt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert