Lagerbäck hættir alveg í boltanum

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu
Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu mbl.is/Ómar Óskarsson

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu karla, mun hætta þjálfun eftir Evrópumeistaramótið í Frakklandi árið 2016. Einnig mun íslenska landsliðið verða síðasta liðið sem hann þjálfar. Kemur þetta fram í frétt Aftonbladet í Svíþjóð.

Lagerbäck sagði að hann yrði þá frekar gamall og gæti viljað gera eitthvað annað í lífinu en að vera í kringum knattspyrnu. 

Hann þjálfaði sænska landsliðið frá 2000 - 2009 og fór með liðið á fimm stórmót í röð. Síðan þjálfaði hann Nígeríu á HM í Suður-Afríku árið 2010 og tók svo við íslenska landsliðinu árið 2012. Árangurinn þar hefur verið glæsilegur og stefnir liðið á að komast á sitt fyrsta stórmót næsta sumar í Frakklandi. 

Lagerbäck útilokar samt ekki að taka við öðru liði eftir að hann hættir með það íslenska, þó hann telji það ólíklegt. Ef eitthvert áhugavert verkefni komi í hendurnar á honum þegar hann hætti þjálfun íslenska liðsins sé aldrei að vita.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert