Þjálfari Aalesund rekinn

Daníel Leó Grétarsson, til hægri, ásamt Aroni Elís Þrándarsyni.
Daníel Leó Grétarsson, til hægri, ásamt Aroni Elís Þrándarsyni. Ljósmynd/aafk.no

Harald Aabrekk þjálfara norska úrvalsdeildarliðsins Aalesund var í dag sagt upp störfum hjá félaginu en tveir Íslendingar eru á mála hjá liðinu.

Þeir Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson gengu í raðir Aalesund fyrir tímabilið en liðið hefur farið illa af stað í deildinni. Liðið situr á botninum með aðeins eitt stig eftir fjóra leiki. Aron Elís hefur ekkert komið við sögu með liðinu vegna meiðsla en Daníel Leó hefur spilað einn leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert