Mark Söru eftir tilþrif frá Mörtu - myndskeið

Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu er svo sannarlega í öflugu liði hjá sænsku meisturunum Rosengård.

Um helgina skoraði hún í 5:2 sigri á Piteå og Rosengård er með 12 stig eftir fjóra leiki á toppi deildarinnar, ásamt Eskilstuna United.

Hin mörk liðsins skoruðu Marta hin brasilíska, Anja Mittag (2) hin þýska og Ramone Bachmann hin svissneska en þær eru allar í hópi fremstu knattspyrnukvenna heims. Marta hefur raunar fengið þann titil að vera sú besta fimm sinnum.

Það er því vert að líta á þessi tilþrif úr leiknum við Piteå þar sem Marta leggur upp markið fyrir Söru:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert