Messi afgreiddi Bæjara

Barcelona er komið afar vænlega stöðu í einvígi liðsins gegn Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en fyrri leiknum á Spáni lauk með þriggja marka sigri Börsunga, 3:0, þar sem argentíski snillingurinn Lionel Messi skoraði tvö mörk og Brasilíumaðurinn Neymar eitt.

Barcelona hóf leikinn af miklum krafti og opnaði vörn Bæjara sem byrjaði með þriggja manna vörn, í sífellu. Suárez fékk besta færi þeirra í fyrri hálfleik þegar hann slapp einn í gegn en Manuel Neuer, frábær markvörður Bæjara í leiknum, varði frá honum.

Robert Lewandowski, hinn pólski í framlínu Bæjara, fékk algjört dauðafæri í fyrri hálfleik, besta færi Bayern en hann hitti boltann illa.

Það var ekki fyrr en á 77. mínútu sem Messi kom Barcelona á bragðið þegar skot hans fyrir utan teig fór í netið. Aðeins þremur mínútum síðar sýndi hann töfra sína og snilli, tók varnarmann Bayern á og vippaði boltanum yfir besta markvörð í heimi, 2:0. 

Neymar sendi svo Þjóðverjana með skottið á milli lappanna til Þýskalands með þriðja markinu eftir stoðsendingu frá Messi, lokatölur 3:0.

Fylgst var með leiknum í textalýsingnu hér á mbl.is.

-------------------------------

Staðan er 3:0

90.+4. Leik lokið, 3:0. 

90.+4. Neymar skorar þriðja mark Börsunga og fer langt með það að klára einvígið. Stoðsendingin frá Lionel Messi, sem þræddi Brassann einan í gegn þar sem hann gerði engin mistök.

90. Fjórum mínútum bætt við. 

84. Suárez kominn í góða stöðu, fyrir aftan varnarmenn Bayern úti á kannti, tekur skotið talsvert langt í burtu en það fór yfir. Hefði getað farið lengra og gert betur.

81. MARK! 2:0. Messi orðinn markahæstur í Meistaradeildinni. Tók Jerome Bogateng í nefið, einn á einn, og vippaði svo yfir Neuer, ekki málið. Þvílíkur leikmaður!

77. MARK! 1:0. Lionel Messi kemur Barcelona yfir! Bernard missir boltann á slæmum stað, Messi fær boltann fyrir utan teig, hótar skotinu í fjærhornið og setur boltann á nær. Spurning með Neuer, veit það ekki. Níunda markið hjá Messi í 11 leikjum á leiktíðinni.Með markinu jafnaði hann einnig markamet Ronaldo, en báðir hafa þeir nú skorað 76 mörk.

66. Neymar með skot langt yfir af stuttu færi. Staðan enn jöfn.

60. Neuer bjargar frábærlega. Hefði ekki getað tímasett hlaup sitt betur, kominn langt út fyrir teig og dúndrar boltanum fram eftir slæma snertingu frá Neymar sem var sloppinn í gegn.

58. Engin dauðafæri hingað til. Börsungar áfram meira með boltann. Það er alveg ljóst að gestirnir frá München fara sáttir af velli verði þetta úrslitin.

47. Bayern á aukaspyrnu á hættulegum stað. Alonso skýtur beint í vegginn.

46.  Síðari hálfleikur hafinn!

45. Staðan er jöfn í hálfleik, 0:0. Frábær fyrri hálfleikur að baki!

39. Neuer ver enn og aftur frábærlega. Hann er eina ástæðan fyrir því að staðan er ennþá jöfn!

35. Xabi Alonso fær fyrsta gula spjaldið fyrir litlar sakir. Barcelona fær aukaspyrnu, 35 metra frá marki. Neuer varði spyrnuna frá Messi af 35 metra færi.

26.  Barcelona hefur spilað mun betur fyrstu 26. mínúturnar og hefur skapaðar sér fjölmargar stórhættulegar sóknarstöður. Þeir hafa líka fengið dauðafæri en ekki tekist ennþá að nýta sér neitt af þeim. Þeir eiga rosalega auðvelt með að opna Bayern-vörnina sem virkar oft og tíðum eins og hún sé algjörlega.

18. Robert Lewandowski klúðrar algjöru dauðafæri, fær þversendingu inn í teig og hitti varla boltann. Skaut framhjá. 

15. Stórsókn Börsunga, Suárez gerir vel inni í teignum, kemur boltanum fyrir en Bayern bjargar á örlagastundu.

12. Suárez sloppinn einn í gegn á móti Neuer sem lokaði vel á hann og varði frá honum í algjöru DAUÐAfæri!

8. Leikurinn byrjar afar fjörlega, færi á báða bóga.

5. Suárez fellur við í teignum en fær ekkert fyrir sinn snúð. Boateng í baráttunni.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Pepe Guardiola snýr aftur á sinn gamla heimavöll en hann stýrði liði Barcelona með ótrúlegum árangri árin 2008-2012 og vann meðal annars Meistaradeildina í tvígang, tímabilin 2008-2009 og 2010-2012.

0. Þessi lið mættust í undanúrslitum keppninnar fyrir tveimur árum og þar höfðu Bæjarar betur, samanlagt 7:0, 4:0 í Þýskalandi og 3:0 á Spáni en þýska liðið stóð uppi sem sigurvegari í keppninni það árið. Lionel Messi sagði það í viðtali fyrir þennan leik í dag að liðið ætli sér að hefna fyrir þær ófarir.

Byrjunarliðin:

Barcelona: Ter Ste­gen, Al­ves, Pique, Mascherano, J Alba, Rakitic, Sergio, Iniesta, Suarez, Messi, Neym­ar
Bekk­ur: Claudio Bra­va, Marc Bartra, Thom­as Verma­elen, Xavi, Raf­inha, Adriano, Pedro.

Bayern München: Neu­er, Raf­inha, Boa­teng, Benatia, Bernat, Alon­so, Thiago, Lahm, Schwein­steiger, Muller, Lew­andowski
Bekk­ur: Dan­te, Mart­inez, Piz­arro, Gaudino, Gotze, Weiser

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert