Spænsku deildinni frestað frá 16. maí

Leikmenn Real Madrid og Barcelona.
Leikmenn Real Madrid og Barcelona. AFP

Spænska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að það muni fresta öllum knattspyrnuleikjum á vegum sambandsins frá og með 16. maí næstkomandi en þar á meðal er úrslitaleikur bikarsins þar sem Barcelona og Athletic Bilbao mætast.

Ástæðan er mun vera deila sambandsins við ríkisstjórnina þar í landi vegna sjónvarsréttarmála en spænska knattspyrnusambandið segir sig ganga með verulega skertan hlut frá borði en það fær aðeins 4,55% af heildartekjum sínum í sinn hlut.

Forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins hafa verið að ræða við ríkisstjórnina þar í landi í þrjá mánuði án árangurs.

Samkvæmt sérfræðingum BBC er einnig talið að sambandið sé að koma í veg fyrir fyrirhugað verkfall leikmanna sem átti að fara fram fyrir þessa helgi (16.-17. maí.). 

Deilurnar vegna sjónvarpsréttar eiga sér langa sögu á Spáni en flestir telja að risaliðin, Barcelona og Real Madrid fái hlutfallslega allt of miklar tekjur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert