Við eigum litla möguleika

Thomas Müller í leiknum í kvöld.
Thomas Müller í leiknum í kvöld. AFP

Thomas Müller, framherji Bayern München, sem tapaði 3:0 gegn Barcelona í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu, telur að lið sitt eigi litla möguleika á að komast áfram í úrslitin og sagði að það yrði hreinlega stórkostlegt ef svo færi.

„Við þurfum að standa saman núna og eigum ekki að fara að leita að blórabögglum. Við verðum einnig að taka því að möguleikar okkar á að komast í úrslitin eru mjög litlir,“ sagði Müller.

„Það yrði stórkostlegt ef við gætum snúið þessu við. En þú getur verið viss um það að við munum gefa allt í þetta, alveg þar til dómarinn flautar til leiksloka á Allianz Arena (heimavelli Bayern),“ sagði Müller við Sky Sports eftir leik.

Liðin mætast á ný eftir sex daga, eða þann 12. maí í München.

Bayern vann einvígi þessara tveggja liða fyrir tveimur árum í undanúrslitum, samanlagt 7:0.

Barcelona vann Meistaradeildina síðast árið 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert