Vítaspyrnuvarsla Hannesar dugði ekki til

Hannes Þór Halldórsson
Hannes Þór Halldórsson Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Það var nóg um að vera hjá landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni í 2. umferð bikarkeppninnar í dag þegar Sandnes Ulf spilaði gegn Arendal en Hannes varði meðal annars eina vítaspyrnu í 3:2 tapi liðsins gegn andstæðingunum sem leika í C-deildinni.

Lokatölur eftir venjulegan leiktíma urðu 1:1 og því þurfti að framlengja leikinn. Á fjórðu mínútu framlengingar fékk Hannes dæmda á sig vítaspyrnu en hann gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. 

Það dugði hins vegar ekki til þar sem Sandnes fékk á sig tvö mörk í framlengingunni og tapaði leiknum 3:2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert