Eiður Smári kominn til Bandaríkjanna

Eiður Smári Guðjohnsen er við æfingar í Bandaríkjunum.
Eiður Smári Guðjohnsen er við æfingar í Bandaríkjunum. AFP

Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsmaður í knattspyrnu, er nú við æfingar hjá félagsliði í Bandaríkjunum. Frá þessu er greint á Facebook-síðu hans í dag.

Eiður Smári samdi við Bolton í vetur í ensku B-deildinni út tímabilið, en talið er að félagið vilji framlengja þann samning. Þar sem tímabilinu er lokið er Eiður hins vegar kominn til æfinga fyrir vestan haf til að halda sér í leikformi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins.

Eiður Smári sneri aftur í íslenska landsliðið gegn Kasakstan í marsmánuði og var þá á skotskónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert