Stuttgart hélt sér uppi eftir mikla dramatík

Huub Stevens og lærisveinar hans í Stuttgart gátu fagnað í …
Huub Stevens og lærisveinar hans í Stuttgart gátu fagnað í leikslok gegn Paderborn. AFP

Síðustu umferðinni í þýsku Bundesligunni lauk í dag, en Stuttgart tókst að halda sér uppi eftir æsispennandi lokaumferð.

Lítil spenna var í toppbaráttunni í þýsku deildinni þetta árið, en Bayern München tryggði titilinn fyrir tæplega mánuði síðan. Bayern lagði Mainz í tilefni þess 2:0. Bastian Schweinsteiger og Robert Lewandowski gerðu mörkin.

Borussia Dortmund sigraði öflugan sigur á Werder Bremen 3:2. Shinji Kagawa og Pierre Emerick Aubameyang komu Dortmund yfir áður en Levein Oztunali minnkaði muninn. Henrikh Mkhitaryan skoraði svo þriðja mark Dortmund í þessum síðasta heimaleik Jurgen Klopp, sem lætur af störfum sem þjálfari liðsins í sumar. Theodor Selassie náði að klára í bakkann fyrir Bremen, en lengra komst liðið ekki.

Þá var búið að ganga frá öllum Meistaradeildarsætum, en barátta dagsins var á botninum.

Stuttgart tókst á ævintýralegan hátt að bjarga sér uppi, en öll merki í vetur sýndu það að liðið myndi falla niður um deild. Liðinu gekk illa í byrjun leiktíðar, en óhætt er að segja það að síðustu þrír leikir liðsins á tímabilinu hafi bjargað þeim.

Stuttgart vann Mainz og Hamburger SV fyrir síðustu umferðina, en liðið vann Paderborn í dag 2:1. Mark Vucinovic kom Paderborn yfir snemma leiks, en Daniel Didavi jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Daniel Ginczek reyndist hetja Stuttgart þegar tuttugu mínútur voru eftir og bjargaði þeim þar með frá falli.

Hamburger SV vann Schalke 2:0 þar sem þeir Ivica Olic og Slobodan Rajkvovic skoruðu mörkin, en það dugði ekki til og fer liðið því í umspil um sæti í deildinni. Freiburg tapaði þá fyrir Hannover 2:1.

Stuttgart endaði með 36 stig í 14. sæti deildarinnar, Hertha Berlín í 15. sæti með 35 stig og svo kom Hamburger í 16. sæti með 35 stig en með lakari markatölu en Hertha og þá var Freiburg með 34 stig í 17. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert