„Ég fer til Juventus“

Paulo Dybala leikur í svörtu og hvítu á næsta tímabili.
Paulo Dybala leikur í svörtu og hvítu á næsta tímabili. AFP

Paulo Dybala, framherji Palermo í Seríu A á Ítalíu, er á leið til ítalska meistaraliðsins Juventus, en þetta staðfesti hann við fjölmiðla í dag.

Argentínski framherjinn hefur verið magnaður í liði Palermo á þessari leiktíð, en hann hefur gert 13 mörk í 34 deildarleikjum.

Stærstu félög heims hafa fylgst náið með honum, en Juventus virtist leiða kapphlaupið frá fyrsta degi.

Palermo og Juventus hafa komist að samkomulagi um kaup á framherjanum, en Juventus borgar 40 milljónir evra fyrir þjónustu hans.

„Þetta félagið sem vildi hvað mest fá mig. Félagið lagði mikið á sig til að kaupa mig,“ sagði Dybala.

„Saman getum við unnið fimmta deildaritilinn í röð. Ég vonast svo auðvitað eftir því að Carlos Tevez yfirgefi ekki félagið svo ég geti lært af honum,“ sagði hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert