Ronaldo aldrei skorað fleiri mörk

Cristiano Ronaldo fagnar einu af mörkum sínum í gær.
Cristiano Ronaldo fagnar einu af mörkum sínum í gær. AFP

Cristiano Ronaldo varð markakóngur spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu sem lauk í gær.

Ronaldo, sem skoraði þrennu í 7:3-sigrinum gegn Getafe í gær, skoraði 48 mörk í deildinni, fimm mörkum meira en Lionel Messi. Þetta er mesta markaskorið hjá Ronaldo í deildinni frá því hann kom til félagsins fyrir sex árum en samtals skoraði Portúgalinn frábæri 61 mark fyrir lið sitt í öllum keppnum en mest hafði hann skorað 60 mörk, tímabilið 2011-12.

Þrennan sem Ronaldo skoraði í gær var sú áttunda á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert