Ancelotti rekinn frá Real Madrid

Carlo Ancelotti lætur af störfum hjá Real Madrid.
Carlo Ancelotti lætur af störfum hjá Real Madrid. AFP

Carlo Ancelotti hefur verið rekinn frá spænska stórliðinu Real Madrid, en Florentino Perez, forseti Real Madrid, staðfesti þetta á blaðamannafundi nú rétt í þessu.

Real Madrid hafnaði í 2. sæti spænsku deildarinnar með 92  stig, tveimur stigum á eftir Barcelona, en einu titlarnir sem liðið vann þetta tímabilið var HM félagsliða og ofurbikar Evrópu.

Ancelotti tók við liðinu fyrir síðustu leiktíð, en þá vann hann spænska bikarinn og Meistaradeild Evrópu með liðinu.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, boðaði til blaðamannafundar í Madríd í kvöld, en þar tilkynnir hann ákvörðun sína um að láta Ancelotti fara.

Rafael Benitez, þjálfari Napoli, hefur verið orðaður við Real Madrid að undanförnu, en talið er líklegt að hann yfirgefi Napoli í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert