Klopp tekur sex mánaða frí frá fótbolta

Jurgen Klopp, þjálfari Borussia Dortmund.
Jurgen Klopp, þjálfari Borussia Dortmund. AFP

Jurgen Klopp, þjálfari Borussia Dortmund í Þýskalandi, ætlar að taka sér sex mánaða frí frá fótbolta eftir tímabilið, en hann lætur af störfum eftir tímabilið.

Þýski þjálfarinn hefur þjálfað lið Dortmund undanfarin sjö ár, en hann hefur náð mögnuðum árangri með liðinu.

Á þessum sjö árum hefur hann unnið sex titla með félaginu. Hann fór þá með liðið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2013, en liðið tapaði þar fyrir erkifjendum sínum í Bayern München.

Klopp hættir með Dortmund eftir tímabilið, en fjölmiðlar erlendis eru þegar farnir að orða hann við lið á borð við Real Madrid, Manchester City og Liverpool.

Hann staðfesti í viðtali við þýska blaðið Bild að hann taki ekki við öðru liði í sumar, en hann mun taka sér sex mánaða frí frá fótbolta til þess að hlaða batteríin.

Klopp verður því ekki falur fyrr en í fyrsta lagi í janúar, sem mun væntanlega hryggja mörg lið í stærstu deildum Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert