14 ára strákur spilaði í norsku B-deildinni

Kreshnik Krasniqi.
Kreshnik Krasniqi. ljósmynd/twitter

Kreshnik Krasniqi varð í gær yngsti leikmaðurinn til að spila í tveimur efstu deildunum í Noregi þegar hann kom inná í liði Hönefoss gegn Nest-Sotra í norsku B-deildinni í gær.

Krasniqi er aðeins 14 ára og 5 mánaða gamall en til samanburðar var norska undrabarnið Martin Ödegaard 15 ára og 117 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik með Strömsgodset en pilturinn gekk í raðir spænska stórliðsins Real Madrid síðastliðið haust og lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu í lokaumferðinni á Spáni um helgina.

Hönefoss er í næst neðsta sæti norsku B-deildarinnar en Kristján Örn Sigurðsson lék með liðinu í nokkur ár en hann en lagði skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert