Alfreð í vonbrigðaliði Marca

Alfreð Finnbogason fékk aðeins að spila sex leiki í byrjunarliði …
Alfreð Finnbogason fékk aðeins að spila sex leiki í byrjunarliði Real Sociedad. AFP

Eftir að hafa skorað 29 mörk og orðið markakóngur hollensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu náði landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason aðeins að skora tvö mörk á sinni fyrstu leiktíð á Spáni.

Alfreð fékk aðeins að spila sex leiki í byrjunarliði en kom við sögu í 25 leikjum alls hjá Real Sociedad. Frammistaða hans virðist hafa valdið lesendum Marca, vinsælasta íþróttadagblaðs Spánar, miklum vonbrigðum en þeir kusu Alfreð í 11 manna „vonbrigðalið“ tímabilsins sem nú er nýlokið. Aðeins leikmenn sem komu nýir inn í lið í spænsku deildinni komu til greina.

Ásamt Alfreð eru í liðinu þeir Mariano Barbosa (Sevilla), Douglas (Barcelona), Cristian Ansaldi (Atlético Madrid), Igor Filipenko (Málaga), Gerard Deulofeu (Sevilla), Lucas Silva (Real Madrid), Enzo Pérez (Valencia), Cani (Villarreal/Atlético Madrid), Raúl Jiménez (Atlético Madrid) og Álvaro Negredo (Valencia).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert