Hólmbert áfram í Danmörku?

Hólmbert Aron Friðjónsson á æfingu með U21-landsliði Íslands.
Hólmbert Aron Friðjónsson á æfingu með U21-landsliði Íslands. mbl.is/Ómar

Hólmbert Aron Friðjónsson verður ekki áfram í herbúðum danska úrvalsdeildarfélagsins Bröndby eftir að tímabilinu í Danmörku lýkur í næsta mánuði.

Þetta er fullyrt á vef Bold.dk en Hólmbert var lánaður til Bröndby frá skoska félaginu Celtic í ágúst í fyrra. Hann hefur fengið fá tækifæri með liðinu og aðeins leikið 11 leiki, flesta sem varamaður, og skorað eitt mark.

Samkvæmt frétt Bold eru tvö önnur félög í dönsku úrvalsdeildinni með Hólmbert í sigtinu. Hann er með samning við Celtic sem gildir til tveggja ára í viðbót en ólíklegt þykir að hann fari aftur til Skotlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert