Blatter: Orðspor FIFA fari ekki í svaðið

Sepp Blatter flytur ræðu á ársþingi FIFA í dag.
Sepp Blatter flytur ræðu á ársþingi FIFA í dag. AFP

Sepp Blatter, forseti FIFA, kallaði eftir öryggisvörðum þegar mótmælendur trufluðu ræðu hans á ársþingi FIFA nú í morgun.

„Vinsamlegast afsakið þessa truflun,“ sagði Blatter eftir að mótmælendunum hafði verið komið út, og hélt áfram máli sínu. Hann er staðráðinn í að halda áfram sem forseti þrátt fyrir að sjö stjórnarmenn í FIFA hafi verið handteknir í Zürich í vikunni vegna gruns um spillingu.

„Við megum ekki láta orðspor FIFA fara í svaðið. Þetta eru einstaklingar, ekki allt knattspyrnusambandið,“ sagði Blatter við þingfulltrúa.

„Þetta eru erfiðir tímar sem við erum að ganga í gegnum. Skugga hefur verið varpað yfir FIFA og þingið. Við skulum reyna að losna við þennan skugga,“ sagði Blatter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert