Sprengjuhótun í Zürich

Margir hafa mótmælt áframhaldandi setu Sepp Blatters í forsetaembætti FIFA.
Margir hafa mótmælt áframhaldandi setu Sepp Blatters í forsetaembætti FIFA. AFP

Áætlað er að ársþing FIFA í Zürich haldi áfram með óbreyttum hætti þrátt fyrir sprengjuhótun hafi borist.

Lögreglan í Zürich staðfesti við þýska og svissneska miðla að sprengjuhótun hefði borist en BBC greinir frá því að fundur haldi áfram innan tíu mínútna. Því sé ljóst að allri hugsanlegri hættu hafi verið afstýrt.

Mótmæli hafa staðið yfir við fundarstaðinn, Hallenstadion, þar sem meðal annars hafa verið stuðingsmenn Palestínu sem vilja að Ísrael verði vísað úr FIFA, en tillaga þess efnis verður tekin fyrir í dag.

„Það barst sprengjuhótun. Í samráði við yfirvöld ákváðum við að leit færi fram í húsinu. Gengið hefur verið úr skugga um að öllu sé óhætt og við getum haldið áfram,“ sagði Jerome Valcke, aðalritari FIFA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert