Viðræður langt komnar

Ögmundur Kristinsson varð bikarmeistari með Fram áður en hann fór …
Ögmundur Kristinsson varð bikarmeistari með Fram áður en hann fór til Danmerkur í fyrrasumar. mbl.is/Eva Björk

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins styttist óðfluga í það að Ögmundur Kristinsson, einn landsliðsmarkvarða Íslands í knattspyrnu, semji við sænska liðið Hammarby en liðið leikur í efstu deild og er sem stendur í 11. sæti af 16 eftir 10 umferðir.

Samningaviðræður Ögmundar eru langt á veg komnar og aðeins ákveðin formsatriði eftir en allar líkur eru á því að hann skrifi undir í næstu viku. Ögmundur hefur lítið fengið að spreyta sig með danska úrvalsdeildarliðinu Randers á tímabilinu sem er að ljúka í Danmörku en þangað kom hann um mitt síðasta sumar frá Fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert