Birkir staðfestir viðræður við Torino

Birkir Bjarnason í leik gegn Tyrkjum.
Birkir Bjarnason í leik gegn Tyrkjum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason staðfesti við mbl.is í morgun að hann væri í viðræðum við ítalska A-deildarliðið Torino en ekkert væri frágengið ennþá í þeim málum.

Fram hefur komið að Pescara og Torino hafa náð samkomulagi um félagaskiptin og að sögn ítalskra fjölmiðla er Torino reiðubúið að greiða eina milljón evra fyrir Birki eða 148 milljónir króna.

„Ég get staðfest að viðræður eru í gangi á milli mín og Torino en það er ekkert frágengið. Það er annað lið líka inni í myndinni en þessi mál munu komast á hreint í þessari viku,“ sagði Birkir í samtali við mbl.is en hann er nú staddur hjá fjölskyldu sinni í Noregi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert