Gervinho vildi þyrlu og einkaströnd

Gervinho.
Gervinho. ALBERTO PIZZOLI

Fílbeinsstrendingurinn Gervinho, sem lék fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2011-2013 og leikur nú fyrir Roma, náði ekki samkomulagi við Al Jazira frá Abu Dhabi vegna þess að liðið gat ekki fallist á kröfur hans.

Roma samþykkti tilboð Al Jazira sem var 13 milljónir evra en ekkert verður úr skiptunum vegna þess að Gervinho vildi þyrlu, einkaströnd, heimili fyrir fjölskyldu sína og óþekktan fjölda flugmiða til Fílabeinsstrandarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert