Argentínumenn skoruðu sex (myndskeið)

Ángel Di Maria skoraði tvö af mörkum Argentínumanna.
Ángel Di Maria skoraði tvö af mörkum Argentínumanna. AFP

Argentína burstaði Paragvæ, 6:1, í síðari undaúrslitum í S-Ameríkukeppninni í knattspyrnu í Síle í nótt og mætir Síle í úrslitaleiknum.

Argentínumenn, sem voru síðast í úrslitum árið 2007 og unnu titilinn síðast árið 1993, fóru á kostum og sáu Paragævar aldrei til sólar. Argentínumenn komust í 2:0 á fyrstu 27 mínútunum og litu ekki til baka eftir það þó svo að Paragvæar hafi náð að minnka muninn í 2:1 rétt fyrir leikhlé.

Lionel Messi náði ekki að skora í leiknum en hann átti þó þátt þremur mörkum sinna manna. Ángel Di Maria skoraði tvö mörk og þeir Marcos Rojo, Pastore, Sergio Agüero og Gonzalo Higuian skoruðu eitt mark hver.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert