Baldur missir af byrjuninni

Baldur Sigurðsson.
Baldur Sigurðsson. Ljósmynd/soenderjyske.dk

Baldur Sigurðsson, leikmaður með SönderjyskE, missir líklega af byrjun dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu síðar í þessum mánuði. Baldur meiddist á læri á æfingu liðsins á dögunum og sagði við Morgunblaðið að hann yrði líklega frá næstu 2-3 vikur hið minnsta.

SönderjyskE mætir Nordsjælland á útivelli í fyrstu umferð deildarinnar annan föstudag, 17. júlí, og tekur síðan á móti meisturum Midtjylland viku síðar.

„Þetta meiðslavesen er frekar pirrandi,“ sagði Baldur, sem líka var frá keppni í nokkrar vikur í vor. Hann er samningsbundinn SönderjyskE til áramóta en fundahöld hans með félaginu um framhaldið frestast fram á haustið vegna meiðslanna. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert