Eiður kominn til Shiijiazhuang

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Víðir Sigurðsson

Samkvæmt kínverska netmiðlinum Chinagate er Eiður Smári Guðjohnsen búinn að semja  við knattspyrnufélagið Shijiazhuang Ever Bright, en hann hefur verið sterklega orðaður við það undanfarna daga.

Ekkert hefur þó verið staðfest opinberlega en Chinagate segir að forráðamenn félagsins vonist eftir því að Eiður styrki sóknarleik liðsins sem er í áttunda sæti kínverku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir Íslendingaliðinu Jiangsu Sainty sem er í sjötta sæti.

Chinagate segir að há laun í deildinni dragi að kunna knattspyrnumenn en á dögunum keypti Guangzhou Evergrande brasilíska miðjumanninn Paulinho af Tottenham fyrir 14 milljón evrur og samdi við hann til fjögurra ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert