Samningar ekki í höfn hjá Eiði

Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen mbl.is/Golli

Þó að kínverskir fjölmiðlar hafi fullyrt í morgun að Eiður Smári Guðjohnsen væri orðinn leikmaður knattspyrnuliðsins Shijiazhuang Ever Bright þar í landi er hann ekki búinn að ganga frá samningum við félagið.

Samkvæmt heimildum mbl.is er ekki búið að skrifa undir og það mun koma endanlega í ljós með morgni hvort Eiður verður leikmaður Shijiazhuang eða ekki.

Það var kínverska fréttastofan Xinhua sem sagði að Eiður væri búinn að semja og er eina heimild allra fjölmiðla, víðs vegar um heim, í málinu. Væntanleg félagaskipti Eiðs til Kína vekja að vonum mikla athygli og greinilegt er að í Bolton sjá margir á eftir Eiði Smára, sem átti mjög gott tímabil með liðinu eftir að hann kom þangað í desember 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert