Búinn að afþakka nokkur tilboð

Arnór Smárason.
Arnór Smárason. mbl.is/Eggert

Arnór Smárason, knattspyrnumaður hjá Helsingborg í Svíþjóð, hefur í mörg horn að líta eftir að hafa spilað sem lánsmaður með Torpedo frá Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni seinni hluta síðasta tímabils.

Hann er kominn aftur til Helsingborg og sagði við Morgunblaðið í gær að það væri ekki ljóst ennþá hvort hann yrði þar áfram eða færi til annars félags.

„Ég hef fundið fyrir miklum áhuga, sérstaklega frá liðum í Austur-Evrópu, eftir Rússlandsævintýrið, enda gekk mér vel þar þótt liðið hefði ekki náð að halda sér í deildinni. Nú þegar er ég búinn að afþakka tilboð frá nokkrum liðum, m.a. í Póllandi, Ungverjalandi, Moldóvu og Kýpur,“ sagði Arnór sem spilaði ellefu af tólf leikjum Torpedo eftir að hann kom þangað og skoraði tvö mörk, gegn Rubin Kazan og meisturum Zenit, sem bæði tryggðu liði hans stig á síðustu stundu.

Hef tíma til að velja

„Það eru þreifingar hér og þar og ég er í þannig stöðu að ég hef tima til þess að velja það rétta og sem hentar mér best. Núna æfi ég með Helsingborg, er gjaldgengur þar á ný 15. júlí og ef ekkert spennandi gerist verð ég áfram hér og berst fyrir minni stöðu,“ sagði Arnór Smárason.

Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Helsingborg, eftir að hafa komið þangað sumarið 2013 frá Esbjerg í Danmörku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert