„Finn fyrir miklu trausti“

Kolbeinn Sigþórsson með treyju Nantes.
Kolbeinn Sigþórsson með treyju Nantes. Ljósmynd/Nantes

„Ég varð að breyta til eftir árin hjá Ajax, þar sem ég var orðinn frekar svekktur með gang mála. Það var mikilvægast fyrir mig að komast til liðs þar sem ég finn fyrir miklu trausti og get verið viss um að fá mikinn spilatíma.“

Þetta sagði Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gær eftir að hann hafði verið formlega kynntur til sögunnar fyrir frönskum fjölmiðlum sem nýjasti liðsmaður Nantes, en hann samdi við félagið til fimm ára.

Kolbeinn fór aftur til Amsterdam síðdegis í gær til að sækja föggur sínar en hann fer beint með Nantes í æfingaferð til Genf í Sviss á morgun. Samherjar hans komu saman til æfinga eftir sumarfríið fyrir tíu dögum.

„Ég hef verið í fríi síðan í landsleiknum við Tékka og hef bara haldið mér létt í líkamlegu formi. Það var nauðsynlegt að fá hvíldina og hlaða batteríin. Nú er ég alheill og ferskur og tilbúinn í tímabil sem verður vonandi gott,“ sagði Kolbeinn.

Fékk strax góða tilfinningu fyrir félaginu

Viðræður hans við Nantes fóru af stað fljótlega eftir leikinn gegn Tyrkjum. „Frakkarnir sýndu mér strax mikinn áhuga þannig að ég fór og skoðaði aðstæður. Þar hitti ég forseta félagsins, sem lagði mikla áherslu á að fá mig. Ég fékk strax góða tilfinningu fyrir félaginu og er sannfærður um að þetta sé gott skref fyrir mig á ferlinum."

Sjá viðtal við Kolbein í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert