Lukkudísir í stjörnum og strimlum

Julie Johnston hefur verið best í liði Bandaríkjanna en er …
Julie Johnston hefur verið best í liði Bandaríkjanna en er heppin að fá að taka þátt í úrslitaleiknum eftir þetta brot á hinni þýsku Alexöndru Popp sem var sloppin ein gegn markverði í undanúrslitaleik þjóðanna. mbl.is/afp

Nú eru undanúrslitin á HM nýafstaðin, skynsamlega spilaðir leikir, mikið fyrir augað, litaðir af afdrifaríkum mistökum bæði af hálfu leikmanna og dómara.

Ekkert HM er almennilegt nema það sé stútfullt af umdeildum atvikum. Nú eru bara tveir leikir eftir af þessari sumarveislu; leikur Englands og Þýskalands um þriðja sætið fer fram í kvöld og sjálfur úrslitaleikur Japans og Bandaríkjanna fer fram seint annað kvöld.

Fyrri undanúrslitaleikurinn, slagur Bandaríkjanna við Þýskaland, einkenndist af mikilli hörku, góðu skipulagi og baráttu. Framan af voru Þjóðverjar betri og með yfirhöndina á miðsvæðinu en það sem vantaði í leik þeirra var bitið og hraðinn í framlínunni, og á móti sterkri vörn varð þessi veikleiki þeirra áberandi.

Auðvitað er það klárt mál að leikurinn hefði þróast öðruvísi ef Julie Johnston, miðvörður Kananna, hefði fengið reisupassann þegar hún var aftasti maður og togaði Alexöndru Popp niður inni í teig. Dómarinn lét sér nægja að flauta fast í flautuna og teygja sig í brjóstvasann eftir gulu í staðinn fyrir að seilast eftir því rauða í rassvasann.

Komst upp með skrípaleik

Hope Solo, hin skrautlega, komst upp með skrípaleik þegar hún tafði fyrir töku vítisins með stjörnustælum án þess að fá áminningu fyrir og Sasic hin þýska klikkaði illilega með því að brenna af. Hún var greinilega að passa sig að horfa ekki á markvörðinn og gleymdi að horfa á markið, en það er betra að vita hvar það er niðurkomið áður en maður lætur vaða.

Þetta var vendipunktur í leiknum, enda virtust allar lukkudísirnar eftir þessar sviptingar vera íklæddar stjörnum og strimlum.

Sjá pistil Eddu í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert