Eiður skrifaði undir hjá Kínverjunum

Eiður Smári Guðjohnsem skrifar undir.
Eiður Smári Guðjohnsem skrifar undir. Ljósmynd/Weibo.com

Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsmaður í knattspyrnu, er búinn að skrifa undir samning við kínverska úrvalsdeildarliðið Shijiazhuang Ever Bright, en myndir af undirskriftinni voru birtar á vef félagsins rétt í þessu.

Eins og áður hefur komið fram fór Eiður til Kína fyrir helgina, gekkst undir læknisskoðun og sá liðið spila deildarleik í gærkvöld.

Sá leikur endaði með markalausu jafntefli og var það sjöunda jafntefli liðsins í deildinni í röð. Shijiazhuang Ever Bright leikur í fyrsta skipti í efstu deild á þessu ári, en félagið er aðeins fjögurra ára gamalt og hefur komið upp um tvær deildir á skömmum tíma.

Eiður hefur þar með endanlega kvatt Bolton og ensku knattspyrnuna, en hann lék sem kunnugt er með Bolton í B-deildinni frá desember 2014 og til vors með góðum árangri og lengst af var reiknað með því að hann yrði þar áfram á næsta tímabili.

Samningurinn handsalaður.
Samningurinn handsalaður. Ljósmynd/Weibo.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert