Skemmtileg tilþrif á N1 mótinu

Breiðablik varð N1 meistari í fótbolta að þessu sinni, en 1800 manna móti KA-manna á Akureyri - því lang stærsta frá upphafi - lauk í gær. Breiðablik sigraði Fylki 4:1 í úrslitaleik A-liðanna að viðstöddu miklu fjölmenni. Óhætt er að segja að strákarnir hafi skemmt áhorfendum með glæsilegum tilþrifum, eins og margir fleiri í hinum ýmsu liðum á mótinu.

A-liðin mættust í argentínsku deildinni. B-liðin í þeirri brasilísku; þar vann Fjölnir lið Þórs frá Akureyri í úrslitaleik, Fylkir vann Hamar/Ægi í úrslitum Chile-deildarinnar, Víkingur frá Færeyjum lagði ÍR að velli í úrslitaleik dönsku deildarinnar, Þróttur úr Vogum hafði betur í úrslitaleik ensku deildarinnar gegn Keflavík, ÍR vann BÍ/Bolungarvík í frönsku deildinni og í þeirra grísku vann ÍR lið ÍA í úrslitum.

Keppendur á mótinu að þessu sinni voru um 1800, um fimm hundruð fleiri en í fyrra en höfðu þá aldrei verið fleiri!

Hér fyrir ofan má sjá myndasyrpu frá mótinu.

Heimasíða N1 mótsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert