Allegri framlengir við Juventus

Massimo Allegri.
Massimo Allegri. AFP

Massimilliano Allegri, þjálfari Juventus í Seríu A á Ítalíu, framlengdi í dag samning sinn við félagið um eitt ár, eða til 2017.

Allegri tók við Juventus fyrir ári síðan, en hann tók þá við af Antonio Conte sem ákvað að taka við þjálfun ítalska landsliðsins.

Hann gerði tveggja ára samning við Juventus, en félagið hefur nú ákveðið eftir magnaðan árangur liðsins á síðustu leiktíð að framlengja núverandi samning um eitt ár.

Allegri vann bæði deild og bikar með Juventus, en auk þess tók liðið silfurpeninginn í Meistaradeild Evrópu.

Þetta eru ekki einu fréttirnar af framlengdum samningnum, en Claudio Marchisio, miðjumaður liðsins, framlengdi við félagið til næstu fimm ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert