Carli Lloyd besti leikmaður HM

Carli Lloyd með gullboltann eftir úrslitaleikinn í Vancouver.
Carli Lloyd með gullboltann eftir úrslitaleikinn í Vancouver. AFP

Bandaríska knattspyrnukonan Carli Lloyd var rétt í þessu útnefnd besti leikmaður heimsmeistaramótsins í Kanada 2015, áður en lið Bandaríkjanna tók við heimsbikarnum eftir sigurinn á Japan í úrslitaleiknum í Vancouver, 5:2.

Lloyd skoraði þrennu í leiknum og gerði alls sex mörk fyrir bandaríska liðið í keppninni, auk þess að leggja eitt upp, en hún skoraði í öllum leikjum þess í útsláttarkeppninni. Hún fékk afhentann gullboltann svokallaða sem viðurkenningu.

Lloyd fékk jafnframt silfurskóinn fyrir að skora næstflest mörk í keppninni. Hún gerði reyndar jafnmörg og sigurvegarinn, Célia Sasic frá Þýskalandi, sem fékk gullskóinn fyrir að skora 6 mörk en Sasic lék færri mínútur en Lloyd í leikjunum sjö sem hvor um sig spilaði í keppninni og það skar á milli.

Amandine Henry frá Frakklandi fékk silfurboltann sem næstbesti leikmaður keppninar og Aya Miyama frá Japan fékk bronsboltann sem sú þriðja besta. Bronsskóinn sem sú þriðja markahæsta fékk Anja Mittag sem skorað 5 mörk fyrir Þýskaland.

Hope Sole, Bandaríkjunum, fékk gullhanskann sem besti markvörður keppninnar. Efnilegasti leikmaðurinn var valin Kadeisha Buchanan, 19 ára varnarmaður heimaliðsins, Kanada.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert